Lífið

Guðlaugur Þór á Wembley

Samúel Karl Ólason skrifar
Ágústa og Guðlaugur á Wembley.
Ágústa og Guðlaugur á Wembley.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í London. Í kvöld fór hann ásamt Ágústu Johnson, eiginkonu sinni, á úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta milli Ítalíu og Englands.

Leikurinn er spilaður á Wembley en Guðlaugur birti mynd af þeim hjónum á Wembley, sem virðist hafa verið tekin skömmu áður en leikurinn hófst.

Guðlaugur Þór fór þó ekki til Bretlands til að horfa á leikinn heldur fór hann til að skrifa undir nýjan fríverslunarsamning við Bretland.

Margt er um manninn í London í dag, þar sem þúsundir hafa komið saman vegna úrslitaleiksins. Mikil ölvun hefur fylgt margmenninu og hefur lögreglan í London haft í nógu að snúast í dag og í kvöld.


Tengdar fréttir

Aldrei verið skorað eins snemma

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, kom þeim ensku yfir í úrslitum Evrópumótsins snemma leiks. England leiðir 1-0 í hálfleik á Wembley í Lundúnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×