Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Óbreytt hjá Ítölum en Trippier kemur inn hjá Englandi Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 17:45 Trippier kemur inn í liðið hjá Englandi. Shaun Botterill - UEFA/UEFA via Getty Images Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Dönum í undanúrslitum EM fyrir úrslitaleikinn við Ítali í kvöld. Ítalir eru með óbreytt lið frá sigri sínum á Spáni. England vann Danmörku eftir framlengdan undanúrslitaleik á miðvikudag en Southgate gerir þá breytingu á sínu liði að fara í fimm manna vörn. Enska liðið var með fjóra í vörn gegn bæði Úkraínu í 8-liða úrslitunum og Dönum í undanúrslitum. Southgate stillir hins vegar upp í fimm manna varnarlínu, líkt og hann gerði með góðum árangri gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitunum. Bukayo Saka fer úr byrjunarliði Englands og Kieran Trippier kemur inn í hans stað. Trippier mun því leika sem hægri vængbakvörður í fimm manna vörn og Kyle Walker fer úr hægri bakvörðinn í miðvörðinn ásamt John Stones og Harry Maguire. Ítalir stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði og þeir gerðu gegn Spáni í undanúrslitunum á þriðjudag sem vannst eftir vítaspyrnukeppni. Niccolo Barella, Jorginho og Marco Verratti mynda þriggja manna miðju og Emerson heldur sinni stöðu í vinstri bakverðinum. Byrjunarlið Englands: Pickford; Trippier, Walker, Stones, Maguire, Shaw; Phillips, Rice, Mount; Sterling, Kane. Byrjunarlið Ítalíu: Donnarumma; Di Lorenzo, Bonucci, Chiellini, Emerson; Barella, Jorginho, Verratti; Chiesa, Immobile, Insigne. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
England vann Danmörku eftir framlengdan undanúrslitaleik á miðvikudag en Southgate gerir þá breytingu á sínu liði að fara í fimm manna vörn. Enska liðið var með fjóra í vörn gegn bæði Úkraínu í 8-liða úrslitunum og Dönum í undanúrslitum. Southgate stillir hins vegar upp í fimm manna varnarlínu, líkt og hann gerði með góðum árangri gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitunum. Bukayo Saka fer úr byrjunarliði Englands og Kieran Trippier kemur inn í hans stað. Trippier mun því leika sem hægri vængbakvörður í fimm manna vörn og Kyle Walker fer úr hægri bakvörðinn í miðvörðinn ásamt John Stones og Harry Maguire. Ítalir stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði og þeir gerðu gegn Spáni í undanúrslitunum á þriðjudag sem vannst eftir vítaspyrnukeppni. Niccolo Barella, Jorginho og Marco Verratti mynda þriggja manna miðju og Emerson heldur sinni stöðu í vinstri bakverðinum. Byrjunarlið Englands: Pickford; Trippier, Walker, Stones, Maguire, Shaw; Phillips, Rice, Mount; Sterling, Kane. Byrjunarlið Ítalíu: Donnarumma; Di Lorenzo, Bonucci, Chiellini, Emerson; Barella, Jorginho, Verratti; Chiesa, Immobile, Insigne. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira