Fótbolti

Sjáðu mörkin úr endurkomusigri HK gegn Fylki

Valur Páll Eiríksson skrifar
HK-ingar höfðu ástæðu til að fagna í gær.
HK-ingar höfðu ástæðu til að fagna í gær. Vísir/Hulda Margrét

HK vann í gær 2-1 útisigur á Fylki í síðasta leik elleftu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. Sigurinn er liðinu mikilvægur í botnbaráttunni.

Fylkismenn náðu forystunni í gær með fallegu marki Daða Ólafssonar beint úr aukaspyrnu eftir rúmlega hálftímaleik. Fylkismenn fengu þónokkur færi til að bæta við mörkum en refsaðist fyrir að nýta þau ekki þegar Birnir Snær Ingason jafnaði metin eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik.

Um tíu mínútum síðar skoraði Daninn Martin Rauschenberg svo það sem reyndist sigurmark HK í Árbænum í kjölfar aukaspyrnu utan af velli.

HK vann leikinn 2-1 og eru þar með komnir með níu stig í 11. sæti deildarinnar, fallsæti, tveimur stigum á eftir bæði Leikni og Fylki í sætunum fyrir ofan.

Mörkin úr leiknum má sjá að neðan.

Klippa: Fylkir - HK

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×