Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2021 03:11 Skjáskot tekið um fjögurleytið sýnir hraunslettu í gígnum. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. Þegar leið á nóttina var greinilegt að gosvirknin var að aukast. Hraunslettur fóru svo að sjást á vefmyndavél Vísis um fjögurleytið. Þetta er fyrsta kvikan sem sést gusast í gígnum frá því á mánudagskvöld. Skjáskot tekið klukkan 5:15 í morgunVefmyndavél Vísis/Skjáskot Á óróariti Veðurstofunnar frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sést einnig greinileg breyting. Það sýnir að óróapúlsinn tók að rjúka upp seint í gærkvöldi. Óróaritið frá mælinum á Fagradalsfjalli, eins og það leit út klukkan fimm í morgun. Það sýnir óróann síðustu tíu sólarhringa. Takið eftir hvernig strikið hefur rokið upp frá miðnætti. Laust eftir miðnætti fór óróinn hærra upp en hann hefur verið undanfarna fjóra sólarhringa. Er þetta í fyrsta sinn frá því á mánudagskvöld, þegar sýnilegt hraunrennsli hætti frá gígnum, sem óróinn nálgast sömu hæð og hann var í þegar eldgosið var í fullum gangi. Gígurinn um hálfþrjúleytið í nótt, eins og hann blasti við á vefmyndavél Vísis. Þá var ekki farið að sjást í hraunslettur.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá stöðumat Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld: Hér má sjá hraunið flæða yfir gígbarmana þegar eldgosið tók kipp á ný fyrir tíu dögum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þegar leið á nóttina var greinilegt að gosvirknin var að aukast. Hraunslettur fóru svo að sjást á vefmyndavél Vísis um fjögurleytið. Þetta er fyrsta kvikan sem sést gusast í gígnum frá því á mánudagskvöld. Skjáskot tekið klukkan 5:15 í morgunVefmyndavél Vísis/Skjáskot Á óróariti Veðurstofunnar frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sést einnig greinileg breyting. Það sýnir að óróapúlsinn tók að rjúka upp seint í gærkvöldi. Óróaritið frá mælinum á Fagradalsfjalli, eins og það leit út klukkan fimm í morgun. Það sýnir óróann síðustu tíu sólarhringa. Takið eftir hvernig strikið hefur rokið upp frá miðnætti. Laust eftir miðnætti fór óróinn hærra upp en hann hefur verið undanfarna fjóra sólarhringa. Er þetta í fyrsta sinn frá því á mánudagskvöld, þegar sýnilegt hraunrennsli hætti frá gígnum, sem óróinn nálgast sömu hæð og hann var í þegar eldgosið var í fullum gangi. Gígurinn um hálfþrjúleytið í nótt, eins og hann blasti við á vefmyndavél Vísis. Þá var ekki farið að sjást í hraunslettur.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá stöðumat Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld: Hér má sjá hraunið flæða yfir gígbarmana þegar eldgosið tók kipp á ný fyrir tíu dögum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21
Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54