Innlent

Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Árni Sæberg skrifar
Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 75 síðustu sjö mánuði.
Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 75 síðustu sjö mánuði. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár fækkaði meðlimum Þjóðkirkjunnar um 75 á tímabilinu 1. desember 2020 - 1. júlí 2021. Ásatrúarfélagið bætti við sig flestum meðlimum.

Alls voru 229.642 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. júlí síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands og hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um 75 síðan 1. desember síðastliðinn. 

Næst fjölmennasta trúfélagið er Kaþólska kirkjan með 14.699 meðlimi og í þriðja sæti er Fríkirkjan í Reykjavík með 10.009 meðlimi.

Frá 1. desember 2020 hefur fjölgunin verið mest í Ásatrúarfélaginu en 215 meðlimir bættust í hópinn. Meðlimum í Siðmennt fjölgaði um 192 meðlimi. 

Mest fækkun meðlima var í trúfélaginu Zúismi eða um 165 meðlimi.

Alls voru 28.655 einstaklingur skráður utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. júlí síðastliðinn eða 7,7 prósent landsmanna. Alls eru 56.755 manns með ótilgreinda skráningu eða 15,3 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×