Fótbolti

Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Peter Hyballa, þjálfari Esbjerg.
Peter Hyballa, þjálfari Esbjerg. Borys Gogulski/Cyfrasport

Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni.

Eins og Vísir greindi frá á fimmtudag vildu leikmennirnir fá þjálfarann Peter Hyballa burt frá félaginu eftir hegðun hans gagnvart leikmönnunum.

Ekstra Bladet greindi svo frá því í gær að launahæstu leikmenn liðsins hefðu fengið refsingu fyrir framkomu þeirra sem félagið sjálft staðfesti svo í gær.

Jakob Ankersen, Kevin Conboy, Yuri Yakovenko og Zean Dalugge munu ekki æfa með aðalliði félagsins næstu vikurnar.

Segir félagið að þetta sé af íþróttalegum ástæðum og að félagið sé með fulla einbeitingu á því að nýr leikstíll Peter Hyballa nái til allra leikmanna.

Jakob, Kevin og Yuri eru allir lykilmenn hjá félaginu á meðan Zean er ungur og efnilegur leikmaður.

Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason eru á mála hjá Esbjerg sem leika sinn fyrsta leik þann 25. júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×