Innlent

Fram­boðs­listi Sjálf­stæðis­flokksins í Kraganum kynntur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum var samþykktur í Valhöll í gær.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum var samþykktur í Valhöll í gær. Vísir

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fundi Kjördæmisráðs flokksins sem fór fram í Valhöll í gær.

Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, leiðir listann og í öðru sæti er Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flokksins.

Í þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, og fjórða sæti skipar Óli Björn Kárason, alþingismaður.

Í fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, og í sjötta sæti Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri. Laufey Jóhannsdóttir, leiðsögumaður, skipar heiðursæti á listanum.

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan.

  1. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
  2. Jón Gunnarsson, alþingismaður
  3. Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður
  4. Óli Björn Kárason, alþingismaður
  5. Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari
  6. Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri
  7. Kristín María Thoroddsen, bæjarfulltrúi
  8. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, samskiptastjóri
  9. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar
  10. Hannes Þórður Þorvaldsson, lyfjafræðingur
  11. Halla Sigrún Mathiesen, formaður SUS
  12. Gísli Eyjólfsson, knattspyrnumaður og þroskaþjálfi
  13. Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður
  14. Halla Karí Hjaltested, verkefnastjóri
  15. Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  16. Dragoslav Stojanovic, húsvörður
  17. Inga Þóra Pálsdóttir, laganemi við HÍ
  18. Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur
  19. Guðmundur Ingi Rúnarsson, lögreglumaður
  20. Sólon Guðmundsson, flugmaður
  21. Helga Möller, tónlistarmaður
  22. Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari
  23. Björgvin Elvar Björgvinsson, málarameistari
  24. Petrea Jónsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri
  25. Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi
  26. Laufey Jóhannsdóttir, leiðsögumaður


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×