„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 23:47 Kristrún Frostadóttir segir nú nóg komið. Vísir Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. Tilefnið er pistill sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins undir merki Óðins. Þar er fjallað um umdeild ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um húsnæðismarkaðinn og tilsvör Kristrúnar sem er meðal annars lýst sem „stjörnuhagfræðingi á villigötum.“ Kristrún telur að „nafnlausi áróðurinn“ sé nýjasti liðurinn í því að reyna að slá eignarhaldi hægrimanna og fólks með djúpa vasa á efnahagsumræðuna. Nafnlausu dálkarnir Óðinn og Týr hafa lengi verið fastir liðir á bleiklituðum síðum Viðskiptablaðsins „Þar hefur hver konan á eftir annarri verið tekin fyrir, iðulega á mun svæsnari hátt en karlarnir sem eru frekar talaðir upp þarna sem „snillingar““, skrifar Kristrún í löngum þræði á Twitter-síðu sinni. Nú sé nóg komið. Hagfræðingurinn hefur verið áberandi álitsgjafi í fjölmiðlum og ein fárra kvenna sem hafa verið fyrirferðamiklar í umræðu um efnahagsmál. Kristrún nefnir í sömu andrá að hagfræðingurinn Guðrún Johnsen hafi ítrekað verið milli tannanna á áðurnefndum pistlahöfundum Viðskiptablaðsins. Guðrún sagði í júní að Týr hafi verið með sig á heilanum í yfir áratug. Hún þekkir goðið ekki af góðu og segir það hafa reynt að draga úr trúverðugleika sínum sem fagmanns, í hvaða starfi sem hún hafi tekið sér fyrir hendur. „Nú ætla þessir „snillingar“ greinilega að byrja á mér,“ skrifar Kristrún. „Ég held nú ekki.“ Reynt að halda þeim niðri Kristrún segir að heilsíða í Viðskiptablaðinu hafi nú farið í að gera lítið úr hæfileikum sínum sem hagfræðingi. „Það mætti halda að ég hafi ekkert gert síðasta áratug til afla mér þekkingar, Yale, Morgan Stanley, aðalhagfræðingur. Stelpuskjáta,“ segir Kristrún sem er með meistaragráðu frá hinum virta Yale-háskóla í Bandaríkjunum auk þess að hafa starfað hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley og verið aðalhagfræðingur Kviku banka. Hún segir að þar að auki hafi einstaklingar notað nafnlausa Twitter-aðganga til reyna að varpa slæmu ljósi á sig í gríð og erg. „Enda virðast þeir forviða að kona geti talað af sjálfstrausti um efnahagsmál og gagnrýnt háttsetta karlmenn á málefnalegum grunni.“ „Um leið og kandídat sem mark er á takandi í efnahagsmálum kemur úr óvæntri átt, gengur í flokk á vinstrisíðunni og vill nýta þekkingu sína til góðs fyrir venjulegt fólk, þá þarf að halda þeim einstaklingi niðri. Þetta er fullkomlega fyrirsjáanlegt svo sem.“ Telur Kristrún að Guðrún kollega sín orðið skotspónn hina nafnlausu pistla þar sem hún hafi barist gegn meðvirkni í íslensku viðskiptalífi í kjölfar hrunsins. „Skammist ykkar“ Kristrún kveðst ekki vera óreynd þegar kemur að því að verða fyrir árásum í ljósi kynferðis síns. Hún hafi til að mynda þurft að þola áreitni frá viðskiptavin banka, sitja undir hrútskýringum karla á fundum og verið töluð niður af þeim út frá kynferði. Hún segir að Viðskiptablaðið eigi ekki að komast upp með að halda áfram sínum nafnlausa áróðri og eiga þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir konur í sviðsljósinu, eins og Kristrún orðar það. „Mætið fólki málefnalega, í það minnsta hafið kjarkinn til að skrifa undir nafni ef þið ætlið að lítilsvirða. Skammist ykkar. […] Viðskiptablaðið ætti að sjá sóma sinn í að styrkja konur á þessum vettvangi frekar en niðurlægja.“ NEI, þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur á næstu mánuðum og árum með svona ömurlegum, nafnlausum áróðri. 1/17 @Vidskiptabladid pic.twitter.com/dem6ENaQIV— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) July 8, 2021 Fjölmiðlar Jafnréttismál Efnahagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Þú hlýtur að vera að grínast“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. 1. júlí 2021 12:22 „Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. 13. febrúar 2021 19:01 Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 23. janúar 2021 20:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Tilefnið er pistill sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins undir merki Óðins. Þar er fjallað um umdeild ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um húsnæðismarkaðinn og tilsvör Kristrúnar sem er meðal annars lýst sem „stjörnuhagfræðingi á villigötum.“ Kristrún telur að „nafnlausi áróðurinn“ sé nýjasti liðurinn í því að reyna að slá eignarhaldi hægrimanna og fólks með djúpa vasa á efnahagsumræðuna. Nafnlausu dálkarnir Óðinn og Týr hafa lengi verið fastir liðir á bleiklituðum síðum Viðskiptablaðsins „Þar hefur hver konan á eftir annarri verið tekin fyrir, iðulega á mun svæsnari hátt en karlarnir sem eru frekar talaðir upp þarna sem „snillingar““, skrifar Kristrún í löngum þræði á Twitter-síðu sinni. Nú sé nóg komið. Hagfræðingurinn hefur verið áberandi álitsgjafi í fjölmiðlum og ein fárra kvenna sem hafa verið fyrirferðamiklar í umræðu um efnahagsmál. Kristrún nefnir í sömu andrá að hagfræðingurinn Guðrún Johnsen hafi ítrekað verið milli tannanna á áðurnefndum pistlahöfundum Viðskiptablaðsins. Guðrún sagði í júní að Týr hafi verið með sig á heilanum í yfir áratug. Hún þekkir goðið ekki af góðu og segir það hafa reynt að draga úr trúverðugleika sínum sem fagmanns, í hvaða starfi sem hún hafi tekið sér fyrir hendur. „Nú ætla þessir „snillingar“ greinilega að byrja á mér,“ skrifar Kristrún. „Ég held nú ekki.“ Reynt að halda þeim niðri Kristrún segir að heilsíða í Viðskiptablaðinu hafi nú farið í að gera lítið úr hæfileikum sínum sem hagfræðingi. „Það mætti halda að ég hafi ekkert gert síðasta áratug til afla mér þekkingar, Yale, Morgan Stanley, aðalhagfræðingur. Stelpuskjáta,“ segir Kristrún sem er með meistaragráðu frá hinum virta Yale-háskóla í Bandaríkjunum auk þess að hafa starfað hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley og verið aðalhagfræðingur Kviku banka. Hún segir að þar að auki hafi einstaklingar notað nafnlausa Twitter-aðganga til reyna að varpa slæmu ljósi á sig í gríð og erg. „Enda virðast þeir forviða að kona geti talað af sjálfstrausti um efnahagsmál og gagnrýnt háttsetta karlmenn á málefnalegum grunni.“ „Um leið og kandídat sem mark er á takandi í efnahagsmálum kemur úr óvæntri átt, gengur í flokk á vinstrisíðunni og vill nýta þekkingu sína til góðs fyrir venjulegt fólk, þá þarf að halda þeim einstaklingi niðri. Þetta er fullkomlega fyrirsjáanlegt svo sem.“ Telur Kristrún að Guðrún kollega sín orðið skotspónn hina nafnlausu pistla þar sem hún hafi barist gegn meðvirkni í íslensku viðskiptalífi í kjölfar hrunsins. „Skammist ykkar“ Kristrún kveðst ekki vera óreynd þegar kemur að því að verða fyrir árásum í ljósi kynferðis síns. Hún hafi til að mynda þurft að þola áreitni frá viðskiptavin banka, sitja undir hrútskýringum karla á fundum og verið töluð niður af þeim út frá kynferði. Hún segir að Viðskiptablaðið eigi ekki að komast upp með að halda áfram sínum nafnlausa áróðri og eiga þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir konur í sviðsljósinu, eins og Kristrún orðar það. „Mætið fólki málefnalega, í það minnsta hafið kjarkinn til að skrifa undir nafni ef þið ætlið að lítilsvirða. Skammist ykkar. […] Viðskiptablaðið ætti að sjá sóma sinn í að styrkja konur á þessum vettvangi frekar en niðurlægja.“ NEI, þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur á næstu mánuðum og árum með svona ömurlegum, nafnlausum áróðri. 1/17 @Vidskiptabladid pic.twitter.com/dem6ENaQIV— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) July 8, 2021
Fjölmiðlar Jafnréttismál Efnahagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Þú hlýtur að vera að grínast“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. 1. júlí 2021 12:22 „Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. 13. febrúar 2021 19:01 Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 23. janúar 2021 20:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Þú hlýtur að vera að grínast“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. 1. júlí 2021 12:22
„Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. 13. febrúar 2021 19:01
Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 23. janúar 2021 20:18