Brunaði á móti umferð í annarlegu ástandi með lögregluna á hælunum Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 17:01 Viðbúnaður lögreglu var nokkuð mikill að sögn viðstaddra. Aðsend mynd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bifreið eftirför á fimmta tímanum í dag frá miðbæ Reykjavíkur, vestur á Granda, aftur inn í miðbæ og að lokum út á Sæbraut, þar sem ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, var handtekinn eftir að dekk sprakk á bifreið hans. Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira