Innlent

Tveir fluttir á spítala eftir bíl­veltu á Bú­staðar­vegi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. 
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn.  Vísir/Vilhelm

Bíll valt á Bústaðarvegi um klukkan þrjú í dag eftir að hafa lent í árekstri við annan bíl. Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala.

Mbl.is greinir frá. Áreksturinn varð við gatnamót Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar og talsverður viðbúnaður var á svæðinu. Rétta þurfti bílinn sem valt við til að komast að farþeganum en ekki þurfti að beita tækjum til að ná honum út.

Ekki náðist í Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu við gerð fréttarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.