Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2021 20:56 María Karen Sigurðardóttir er deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur. sigurjón ólason Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“ Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“
Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00