Messi hæddist að liðsfélaga Gylfa eftir klúður hans í vítakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 09:30 Lionel Messi og Yerry Mina lenti saman í leiknum eins og sjá má hér. Getty/MB Media Það var mikil spenna í loftinu í vítaspyrnukeppni Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar og sjálfur Lionel Messi hikaði ekki við að strá salti í sár mótherja í vítakeppninni. Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum. Argentína Copa América Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum.
Argentína Copa América Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira