Erlent

Fær­eyingar brustu í grát þegar karl­maður var sýknaður af morði sextán ára stúlku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa myrt hina 16 ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012.
Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa myrt hina 16 ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Vísir/Vilhelm

26 ára gamall maður var í morgun sýknaður af dómstóli í Færeyjum af ákæru um að hafa myrt hina sextán ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Áhorfendur í dómstal brustu margir hverjir í grát þegar dómarinn las upp niðurstöðu dómsins.

Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Maðurinn hefur verið í fangelsi síðan árið 2013 vegna annars máls, líkamsárásar og tilraunar til manndráps, en honum verður sleppt út í næstu viku. Karina Skou, verjandi hans sagðist ekki hissa á niðurstöðu dómsins eftir að hann var kveðinn upp.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. nóvember 2012 orðið Mariu að bana með því að hafa hrint henni í sjóinn og skilið hana þar eftir svo að hún drukknaði.

Jógvan Páll Lassen, lögmaður í Færeyjum, segir að sýknan sé mikil skömm fyrir réttarkerfið í Færeyjum. Fram kemur í dómnum yfir manninum að niðurstöður réttarmeinafræðings hafi ekki bent til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað og að ekki væri hægt að byggja málið á óhaldbærum sönnunargögnum einvörðungu.

Rannsökuðu hann vegna tilraunar hans til manndráps

Hinn dæmdi hefur sjálfur lýst yfir sakleysi frá því að rannsókn á málinu átti sér stað en viðurkenndi þó að hafa hitt Mariu fyrir, sem hann hafði áður átt í sambandi við, á þriðja tímanum aðfaranótt 20. nóvember. Hann hafi rætt við hana stuttlega áður en leiðir þeirra skildu.

Lýst var eftir Mariu morguninn 20. nóvember og fannst hún látinn degi síðar. Grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað vaknaði ekki fyrr en eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í júlí 2013. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn fundust engar haldbærar vísbendingar um að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað og lokaði lögregla rannsókn málsins í mars 2017.

Rannsóknin var hins vegar opnuð að nýju í desember sama ár eftir að fjölskylda Mariu kærði ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.