Fjórði orkupakkinn, grænir skattar og kyn ofarlega í huga Sigmundar Davíðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 11:28 Sigmundur Davíð lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir fyrir ráðherra Íslands í gær. Fjórði orkupakkinn, fjöldi kynja og ferðagjöf voru meðal fyrirspurnamála. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum. Blásið var til aukafundar á Alþingi í gær þar sem gleymdist að samþykkja lög um óbreytt stafakerfi í komandi kosningum. Það er að kjósi fólk Sjálfstæðisflokkinn setji það X við D, kjósi það Samfylkinguna setji það X við S og svo framvegis. Sigmundur greip þá tækifærið og lagði fyrirspurnir fyrir átta ráðherra ríkisstjórnarinnar. Óskaði hann eftir skriflegu svari við þeim öllum en enn hefur svar ekki borist við neinni fyrirspurnanna, enda aðeins sólarhringur frá því þær voru lagðar fram. Eins og fyrr segir eru fyrirspurnirnar af margvíslegum toga. Spyr hann til dæmis Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hvers vegna ekki hafi verið komið í veg fyrir að sjúklingar séu sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt hefði verið að framkvæma hér á landi. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn til hennar um það hvernig neysluskammtur fíkniefna sé skilgreindur og hvort sá skammtur sé flokkaður eftir ólíkum tegundum fíkniefna. Fjórði orkupakkinn og fjöldi kynja „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ spyr Sigmundur forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Katrín fékk einnig frá honum fyrirspurn um endurbyggingu á Seyðisfirði, það er hver aðkoma ríkisins verði að þeirri uppbyggingu eftir aurskriðurnar í vetur. Margir muna eflaust eftir umræðum þingsins um þriðja orkupakkann, sem tröllreið samfélaginu fyrir tveimur árum síðan. Sigmundur er þegar farinn að velta fyrir sér þeim fjórða. „Liggur fjórði orkupakki Evrópusambandsins fyrir og ef svo er, hverjar eru helstu breytingar frá þriðja orkupakkanum,“ spyr Sigmundur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, feðramála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís fékk einnig frá honum fyrirspurn um ferðagjöfina, sem Íslendingar hafa fengið afhenta að öðru sinni frá því að faraldurinn byrjaði hér á landi. „Hver tók ákvörðun um að ferðaávísun sú sem send var öllum fullorðnum Íslendingum skyldi kölluð ferðagjöf? Er það afstaða ráðherra að ef skattgreiðslum er skilað til skattgreiðenda að um gjöf sé að ræða?“ Grænir skattar og kostnaður við Borgarlínu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrirspurn þess efnis hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að undirbúa vörn fyrir Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Hafnarfjörð eða önnur byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum þar sem líkur á aukinni eldvirkni séu á svæðinu. Fyrir félags- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, lagði hann fram fyrirspurnir um móttöku flóttafólks hér á landi. „Ef komið verður á samræmdri móttöku flóttafólks, munu þeir sem höfðu áður fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum eiga rétt á sömu þjónustu og kvótaflóttamenn og hversu langt aftur munu þau réttindi gilda?“ spyr Sigmundur. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn um það hver áætlaður aukinn kostnaður við að veita þeim sem fá hér alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum sömu þjónustu og kvótaflóttamönnum. „Hversu margir „grænir skattar“ eða önnur gjöld sem tengjast umhverfismálum hafa verið lagðir á eða hækkaðir á þessu kjörtímabili og hversu oft hafa gjöldin hækkað?“ spurði Sigmundur Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá lagði hann fyrirspurn fyrir Bjarna um heildarkostnað ríkisins af framkvæmdum við Borgarlínu og rekstur hennar og annarra almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þá lagði Sigmundur fram fyrirspurn til Bjarna um hvað hafi verið gert til að vernda eða gera upp læknisbústaðinn á Vífilsstöðum. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Blásið var til aukafundar á Alþingi í gær þar sem gleymdist að samþykkja lög um óbreytt stafakerfi í komandi kosningum. Það er að kjósi fólk Sjálfstæðisflokkinn setji það X við D, kjósi það Samfylkinguna setji það X við S og svo framvegis. Sigmundur greip þá tækifærið og lagði fyrirspurnir fyrir átta ráðherra ríkisstjórnarinnar. Óskaði hann eftir skriflegu svari við þeim öllum en enn hefur svar ekki borist við neinni fyrirspurnanna, enda aðeins sólarhringur frá því þær voru lagðar fram. Eins og fyrr segir eru fyrirspurnirnar af margvíslegum toga. Spyr hann til dæmis Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hvers vegna ekki hafi verið komið í veg fyrir að sjúklingar séu sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt hefði verið að framkvæma hér á landi. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn til hennar um það hvernig neysluskammtur fíkniefna sé skilgreindur og hvort sá skammtur sé flokkaður eftir ólíkum tegundum fíkniefna. Fjórði orkupakkinn og fjöldi kynja „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ spyr Sigmundur forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Katrín fékk einnig frá honum fyrirspurn um endurbyggingu á Seyðisfirði, það er hver aðkoma ríkisins verði að þeirri uppbyggingu eftir aurskriðurnar í vetur. Margir muna eflaust eftir umræðum þingsins um þriðja orkupakkann, sem tröllreið samfélaginu fyrir tveimur árum síðan. Sigmundur er þegar farinn að velta fyrir sér þeim fjórða. „Liggur fjórði orkupakki Evrópusambandsins fyrir og ef svo er, hverjar eru helstu breytingar frá þriðja orkupakkanum,“ spyr Sigmundur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, feðramála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís fékk einnig frá honum fyrirspurn um ferðagjöfina, sem Íslendingar hafa fengið afhenta að öðru sinni frá því að faraldurinn byrjaði hér á landi. „Hver tók ákvörðun um að ferðaávísun sú sem send var öllum fullorðnum Íslendingum skyldi kölluð ferðagjöf? Er það afstaða ráðherra að ef skattgreiðslum er skilað til skattgreiðenda að um gjöf sé að ræða?“ Grænir skattar og kostnaður við Borgarlínu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrirspurn þess efnis hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að undirbúa vörn fyrir Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Hafnarfjörð eða önnur byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum þar sem líkur á aukinni eldvirkni séu á svæðinu. Fyrir félags- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, lagði hann fram fyrirspurnir um móttöku flóttafólks hér á landi. „Ef komið verður á samræmdri móttöku flóttafólks, munu þeir sem höfðu áður fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum eiga rétt á sömu þjónustu og kvótaflóttamenn og hversu langt aftur munu þau réttindi gilda?“ spyr Sigmundur. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn um það hver áætlaður aukinn kostnaður við að veita þeim sem fá hér alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum sömu þjónustu og kvótaflóttamönnum. „Hversu margir „grænir skattar“ eða önnur gjöld sem tengjast umhverfismálum hafa verið lagðir á eða hækkaðir á þessu kjörtímabili og hversu oft hafa gjöldin hækkað?“ spurði Sigmundur Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá lagði hann fyrirspurn fyrir Bjarna um heildarkostnað ríkisins af framkvæmdum við Borgarlínu og rekstur hennar og annarra almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þá lagði Sigmundur fram fyrirspurn til Bjarna um hvað hafi verið gert til að vernda eða gera upp læknisbústaðinn á Vífilsstöðum.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira