Viðsnúningur fram undan í efnahagslífinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 09:41 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir miklu áfalli í kjölfar heimsfaraldurs er reiknað með öflugum viðsnúningi í efnahagslífinu með kröftugum vexti útflutnings, sérstaklega ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Meginefni skýrslunnar er að vel hafi gengið í baráttunni við faraldurinn, að mati OECD, og að viðsnúningur sé fram undan. Hagkerfið hafi sýnt viðnámsþrótt með öflugri einkaneyslu og vexti í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu á tímum faraldursins. „Peninga- og fjármálastefna hafi stutt vel við hagkerfið og rétt sé að viðhalda þeim stuðningi enn um sinn, en auka þurfi aðhaldið um leið og aðstæður leyfa með það að markmiði að stöðva skuldasöfnun líkt og stefnt er að í gildandi fjármálaáætlun,“ segir í úrdrætti skýrslunnar sem birtist á vef Stjórnarráðsins. OECD spáir því að viðsnúningur verði í efnahagslífinu á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Stofnunin leggur þá til nokkur atriði til íslenskra stjórnvalda svo hægt verði að styðja enn frekar við efnahagslífið, þar á meðal að leysa taumhald á peningastefnu en vera tilbúin að auka aðhald ef langtíma verðbólguvæntingar hækki. Auðvelda þurfi aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum, draga úr misvægi í hæfni vinnuafls og eftirspurn eftir þekkingu og styrkja starfsnám með því að tryggja aðgengi að starfsþjálfun. Þá leggur stofnunin til að skattstyrkjakerfið sé lagað betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum. Kerfið sem hafi verið innleitt virðist gagnast stærri og rótgrónari fyrirtækjum betur en að minni fyrirtæki nái ekki að auka nýsköpun í takt við umfangið í stuðningi til þeirra. Einnig þurfi að stuðla að samstarfi rannsóknarstofnana og atvinnulífsins og stuðla að þekkingarmiðlun. OECD leggur þá einnig mikið upp úr að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði samræmdari, þróa þurfi samræmda umgjörð um loftslagsaðgerðir með skýrri forgangsröðun og aðgerðaáætlun og draga úr vægi tæknilegra ráðstafana. Þá þurfi að leggja kolefnisskatta eða aðra loftlagsskatta á allar greinar út frá losun, þar á meðal á jarðhita, sorphirðu og landbúnað. Þá er hvatt til að fjárfesting í lágkolefna samgönguinnviðum, orkuskiptum og stafrænum innviðum verði aukin. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01 Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Meginefni skýrslunnar er að vel hafi gengið í baráttunni við faraldurinn, að mati OECD, og að viðsnúningur sé fram undan. Hagkerfið hafi sýnt viðnámsþrótt með öflugri einkaneyslu og vexti í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu á tímum faraldursins. „Peninga- og fjármálastefna hafi stutt vel við hagkerfið og rétt sé að viðhalda þeim stuðningi enn um sinn, en auka þurfi aðhaldið um leið og aðstæður leyfa með það að markmiði að stöðva skuldasöfnun líkt og stefnt er að í gildandi fjármálaáætlun,“ segir í úrdrætti skýrslunnar sem birtist á vef Stjórnarráðsins. OECD spáir því að viðsnúningur verði í efnahagslífinu á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Stofnunin leggur þá til nokkur atriði til íslenskra stjórnvalda svo hægt verði að styðja enn frekar við efnahagslífið, þar á meðal að leysa taumhald á peningastefnu en vera tilbúin að auka aðhald ef langtíma verðbólguvæntingar hækki. Auðvelda þurfi aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum, draga úr misvægi í hæfni vinnuafls og eftirspurn eftir þekkingu og styrkja starfsnám með því að tryggja aðgengi að starfsþjálfun. Þá leggur stofnunin til að skattstyrkjakerfið sé lagað betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum. Kerfið sem hafi verið innleitt virðist gagnast stærri og rótgrónari fyrirtækjum betur en að minni fyrirtæki nái ekki að auka nýsköpun í takt við umfangið í stuðningi til þeirra. Einnig þurfi að stuðla að samstarfi rannsóknarstofnana og atvinnulífsins og stuðla að þekkingarmiðlun. OECD leggur þá einnig mikið upp úr að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði samræmdari, þróa þurfi samræmda umgjörð um loftslagsaðgerðir með skýrri forgangsröðun og aðgerðaáætlun og draga úr vægi tæknilegra ráðstafana. Þá þurfi að leggja kolefnisskatta eða aðra loftlagsskatta á allar greinar út frá losun, þar á meðal á jarðhita, sorphirðu og landbúnað. Þá er hvatt til að fjárfesting í lágkolefna samgönguinnviðum, orkuskiptum og stafrænum innviðum verði aukin.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01 Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent