Lífið

Ólafía Þórunn í skýjunum með frum­burðinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sýndi mjög mikinn andlegan styrk við erfiðar aðstæður í Skotlandi og tryggði sér sæti á sínu öðru risamóti.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sýndi mjög mikinn andlegan styrk við erfiðar aðstæður í Skotlandi og tryggði sér sæti á sínu öðru risamóti. Vísir/Getty

Sonur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur atvinnukylfings og Thomas Bojanowski kom í heiminn þann 29. júní og er parið í skýjum með frumburðinn. Frá þessu greinir Ólafía í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún birtir glæsilega mynd af nýburanum.

Hamingjuóskum rignir yfir litlu fjölskylduna en Ólafía hefur leyft rúmlega 8.600 Instagram-fylgjendum sínum að fylgjast með meðgöngunni frá því að hún opinberaði hana um miðjan febrúar.

Ólafía er fyrsti Íslendingurinn sem komst á LPGA-mótaröðina í golfi. Hún keppti á 26 mótum á LPGA og besti árangur hennar var 4. sæti á Indy Women in Tech Championship. Ólafía hefur keppt á sjö risamótum á ferlinum og hefur hæst komist í 172. sæti heimslistans í golfi.

Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í golfi í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni 2018. Ólafía var valin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2017.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn barnshafandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur á von á barni í sumar með kærasta sínum, Thomas Bojanowski.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×