Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2021 09:01 Danskir stuðningsmenn með kærleikskveðju til Christians Eriksen. Getty/Jonathan Nackstrand Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira