Valsmenn lausir við EM-kappa á illa förnum velli í Zagreb Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 16:01 Mario Gavranovic skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi og einnig í vítaspyrnukeppninni þegar Svisslendingar slógu heimsmeistarana út af EM. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Valsmenn eiga fyrir höndum gríðarlega erfiðan leik á illa förnum Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudaginn, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira