Fótbolti

Sjáðu heimsklassa markvörslur Cecilíu á móti toppliðinu um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti frábæran leik á móti toppliðinu um helgina.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti frábæran leik á móti toppliðinu um helgina. Getty/Gabriele Maltinti

Hin sautján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk tækifærið með KIF Örebro í sænsku deildinni um helgina og sýndi heldur betur hvers hún er megnug.

Cecilía Rán átti stórleik þegar Örebro náði í stig á móti toppliði Rosengård.Rosengård fékk nokkur góð færi í leiknum en tókst ekki að koma boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum sem var í miklu stuði.

Rosengård átti alls átta skot á markið í leiknum en Cecilía Rán varði þau öll. Nokkur þeirra voru úr mjög góðum færum en þrátt fyrir góðar tilraunir þá var íslenski markvörðurinn tilbúin í allt sem á markið kom.

Bestu tilþrif Cecilíu komu líklega á 81. mínútu leiksins þegar Stefanie Sanders skallaði aukaspyrnu í bláhornið og fátt virtist geta komið í veg fyrir það að boltinn færi í netið. Cecilía Rán var á öðru máli og náði að verja boltann á glæsilegan hátt.

Þetta var þriðji leikur Cecilíu Ránar með KIF Örebro í sænsku deildinni á tímabilinu og í fyrsta sinn sem hún heldur hreinu. Hún fékk á sig eitt mark í jafntefli á móti Eskilstuna United og þrjú mörk í tapi á móti Häcken.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu atvikum leiksins og þar má sjá nokkrar flottar markvörslur Cecilíu þar á meðal þessa níu mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×