Rifjar upp leikinn í Nice: Lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 07:01 Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Jack Wilshere, við hvern Tómas Þór stendur í þakkarskuld, á EM 2016. Getty Images/Dan Mullan Tómas Þór Þórðarson var gestur EM í dag í gærkvöld þar sem hann rifjaði upp sína helstu EM-minningu líkt og hefð er fyrir. Hugur hans leitaði til leiks Íslands og Englands á EM 2016. Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira