Sjáðu frábært mark Insigne og línubjörgun Spinazzola Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2021 23:30 Insigne skoraði glæsilegt mark í kvöld. Getty Images/Claudio Villa Ítalía vann 2-1 sigur á Belgíu í stórleik 8-liða úrslita Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Glæsilegt mark Lorenzo Insigne var munurinn á liðunum og þá hafði frábær björgun Leonardo Spinazzola mikið að segja. Niccolo Barella gerði vel og lék á flata varnarmenn Belga þegar hann kom þeim ítölsku yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Félagi hans Lorenzo Insigne tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé og útlit fyrir að Ítalía færi með 2-0 forskot í hléið. Það varð hins vegar ekki þar sem Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir þá belgísku með marki úr vítaspyrnu sem Jeremy Doku fiskaði í næstu sókn eftir mark Insigne. Vítaspyrnan var umdeild en dómurinn stóð. Klippa: Mörk Ítalía - Belgía Fátt var um færi í síðari hálfleik þar sem Ítalir gerðu vel að loka leiknum. Romelu Lukaku fékk hins vegar eitt slíkt eftir góðan undirbúning Kevins De Bruyne. Lukaku var þar fyrir gott sem opnu marki en bakvörðurinn Leonardo Spinazzola gerði frábærlega að komast fyrir og bjarga Ítölum. Klippa: Lukaku dauðafæri Spinazzola meiddist síðar í leiknum og ljóst að hann myndi ekki taka frekari þátt á mótinu. Hann var borinn grátandi af velli og hafa fjölmiðlar greint frá því að líkast til verði bakvörðurinn frá í fleiri mánuði. Liðsfélagar hans verða hins vegar í eldlínunni gegn Spánverjum í undanúrslitum á Wembley á þriðjudagskvöld. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Niccolo Barella gerði vel og lék á flata varnarmenn Belga þegar hann kom þeim ítölsku yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Félagi hans Lorenzo Insigne tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé og útlit fyrir að Ítalía færi með 2-0 forskot í hléið. Það varð hins vegar ekki þar sem Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir þá belgísku með marki úr vítaspyrnu sem Jeremy Doku fiskaði í næstu sókn eftir mark Insigne. Vítaspyrnan var umdeild en dómurinn stóð. Klippa: Mörk Ítalía - Belgía Fátt var um færi í síðari hálfleik þar sem Ítalir gerðu vel að loka leiknum. Romelu Lukaku fékk hins vegar eitt slíkt eftir góðan undirbúning Kevins De Bruyne. Lukaku var þar fyrir gott sem opnu marki en bakvörðurinn Leonardo Spinazzola gerði frábærlega að komast fyrir og bjarga Ítölum. Klippa: Lukaku dauðafæri Spinazzola meiddist síðar í leiknum og ljóst að hann myndi ekki taka frekari þátt á mótinu. Hann var borinn grátandi af velli og hafa fjölmiðlar greint frá því að líkast til verði bakvörðurinn frá í fleiri mánuði. Liðsfélagar hans verða hins vegar í eldlínunni gegn Spánverjum í undanúrslitum á Wembley á þriðjudagskvöld. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira