Innlent

Björgunar­sveitir taka öku­menn tali

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn hafa í dag tekið ökumenn tali og frætt þá um örugg ferðalög.
Björgunarsveitarmenn hafa í dag tekið ökumenn tali og frætt þá um örugg ferðalög. Landsbjörg

Björgunarsveitarmenn hafa í dag fylkt liði og standa vakt við fimmtíu staði víðsvegar á landinu til að taka ökumenn og aðstoðarökumenn tali. Fram undan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins og veðurspáin flestum hvatning til að leggja land undir fót.

Ástæða vöktunarinnar er Safetravel dagurinn árlegi, þar sem hvatt er til góðrar og ábyrgar ferðahegðunar á vegum og utan þeirra. Ásamt tiltali verður ökumönnum afhentur poki með fræðsluefni og glaðningum um leið og hvatt er til slysalauss sumars.

Björgunarsveitarmenn hafa staðið vaktina á ýmsum stöðum í dag, þar á meðal á Olís í Norðlingaholti.Landsbjörg

Dagurinn markar jafnframt upphaf hálendisvaktar björgunarsveita en næstu tvo mánuði verða björgunarsveitir með viðveru á þremur stöðum á hálendinu: Landmannalaugum, Nýjadal og Drekagili. Á síðustu árum hefur verið full ástæða fyrir slíkri vöktun en að meðaltali hafa björgunarsveitir þurft að takast á við 1.400 til 2.000 verkefni á hálendisvaktinni á því tímabili.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.