Innlent

Vissu af samskiptum innan lögreglu í rannsókn sem beindist að þeim

Snorri Másson skrifar
Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson.
Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson. Aðsend mynd

Eigendur Ásmundarsalar vissu af umdeildum ummælum lögregluþjóna á vettvangi á Þorláksmessu áður en nefnd um eftirlit með lögreglu hafði vitneskju um ummælin.

Í Stundinni er greint frá því að það hafi verið eigendur Ásmundarsalar sem létu nefndina vita af ummælunum, sem sneru meðal annars að stjórnmálaskoðunum viðstaddra.

Um var að ræða ummæli úr upptökum úr búkmyndavélum lögregluþjónanna. Þetta þýðir að með einhverjum hættu bárust eigendum Ásmundarsalar upplýsingar um ummælin á meðan mál þeirra var í vinnslu hjá lögreglunni.

Þegar Vísir ræddi við Skúla Þór Gunnsteinsson, formann nefndar um eftirlit með lögreglu, sagði hann að þær upptökur sem nefndin hafi fyrst hafi verið klipptar þannig að umrædd ummæli voru ekki þar inni. 

Skúli sagði einnig að þessar takmörkuðu upptökur væru einnig þær sem verjendur aðila í málinu hefðu fengið afhentar. Eigendur Ásmundarsalar fengu upplýsingarnar samkvæmt því ekki í gegnum gögn sem þeim voru formlega afhent vegna rannsóknarinnar. 

Hvorki Sigurbjörn Þorkelsson né Aðalheiður Magnúsdóttir hafa svarað símtölum Vísis. 

Ummælin sem lögreglumennirnir létu falla voru vangaveltur um athyglina sem það kynni að vekja að ráðherra væri staddur í samkvæmi þar sem sóttvarnalög voru brotin. Um leið ræddu lögreglumennirnir um að þeir hefðu kannast við gesti í samkvæminu úr röðum sjálfstæðismanna.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×