„Það stendur enginn hnífur í kúnni“ Snorri Másson skrifar 2. júlí 2021 12:21 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ekki rétt að vanti fjármagn í fyrirhugaða framkvæmd Fjarðarheiðarganga. Stefnan var að hefja framkvæmdir árið 2022, en nú segir ráðherra að kannski byrji grafan ekki fyrr en árið 2023. Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“ Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings og Samfylkingarkona, hélt því fram í viðtali við RÚV í vikunni að fjóra milljarða vanti inn í gangnaverkefnið svo að undirbúningur gæti hafist að ráði. Í kjölfarið sagði Björn Leví Gunnarsson pírati að hér væri um að ræða óásættanlegt ógagnsæi í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi segir aftur á móti að allt sé á áætlun. „Það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hvar stendur hnífurinn þá í kúnni þarna fyrir austan? „Hann stendur hvergi. Hann er á réttum stað. Það er enginn hnífur í kúnni. Undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ 70 milljarða króna framkvæmdir Fjarðarheiðargöng sjálf eiga að kosta um 35 milljarða króna. Þau eru hluti af tíu ára verkefni sem samtals kostar 70 milljarða og mun fela í sér tvö göng til viðbótar á sama svæði, meðal annars á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Framkvæmdirnar sjálfar áttu að hefjast 2022, en gera það hugsanlega ekki úr þessu að sögn Sigurðar. Hann segir þó að slík breyting seinki ekki endanlegum verklokum. „Ef þú ert að tala um gröfuna, þá kannski kemur hún ekki fyrr en 23. Það sem hefur breyst á undanförnum árum við að fara í þessi samvinnuverkefni, þá hafa menn lagt meiri tíma og meiri vinnu í undirbúninginn til að stytta framkvæmdartímann til að gera hann öruggari, skilvirkari og hagkvæmari. Við erum á þeirri vegferð.” Svona gætu göngin legið samkvæmt opinberum tillögum frá 2019.Stjórnarráðið 50 milljónir á kjaft Sigurður kveðst alltaf vilja hafa alla vega ein jarðgöng í vinnslu á Íslandi á hverjum tíma, enda þjóðhagslega hagkvæmt. En göng eru kostnaðarsöm. Ef kostnaðinum við Fjarðarheiðargöng er skipt á íbúa Seyðisfjarðar nemur hann um 50 milljónum á kjaft - þeir eru um 700 talsins. „Ég lít ekki svo á. Við erum alltaf að byggja upp samgöngukerfi fyrir allt landið og jafna aðstæður fólks. Það var einhver sem kom skilaboðum til mín fyrir einhverjum árum, um að jarðgöng væru bara gat í gegnum fjall. Það skiptir ekki máli hvað þau eru löng eða hvað þau eru dýr, þau gera jafnmikið fyrir hvern og einn, og alla Íslendinga í leiðinni. Mér finnst þetta svolítið flott nálgun.“
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00 Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00
Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. 23. október 2019 06:00
Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Göngin, sem verða á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. 11. október 2019 07:15
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent