Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 09:01 Það var mikill munur á svipbrigðum svissneska stuðningsmannsins fyrir og eftir jöfnunarmark Svisslendinga. Skjáskot/Stöð 2 Sport Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni. Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sjá meira
Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sjá meira