Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 09:01 Það var mikill munur á svipbrigðum svissneska stuðningsmannsins fyrir og eftir jöfnunarmark Svisslendinga. Skjáskot/Stöð 2 Sport Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni. Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira