Innlent

Hættu­stigi vegna vatna­vaxta á Norður­landi eystra lýst yfir

Jakob Bjarnar skrifar
Hér má sjá hvar vatn hefur grafið undan vegi sem liggur að brúa í landshlutanum.
Hér má sjá hvar vatn hefur grafið undan vegi sem liggur að brúa í landshlutanum. Lögreglan á Norðurlandi eystra

Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi vegna vatnavaxta í ám og vötnum á svæðinu. Leysingarnar eru vegna mikils lofthita sem leiðir til gríðarlegra vatnavaxta í landshlutanum. Sem geta hæglega valdið því að vegir og brýr rofna.

„Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að vera ekki nálægt ám og vötnum sem eru í miklum vexti. Þá er fólk á Akureyri sérstaklega beðið um að vera ekki á ferðinni í kringum Glerá. Vegurinn við Þverá í Eyjafirði rofnaði í gærkvöldi og unnið er að lagfæringu hans. Vegurinn innan við Illugastaði hefur rofnað og er lokaður. 

Mikið vatn er í ám og lækjum í landshlutanum og þær eru, vegna leysinga, mórauðar. Þessa mynd tók fréttamaður fréttatofu í dag við Hörgá og eins og sjá má flæðir áin víða yfir bakka sína.vísir/lillý valgerður

Einnig eru skemmdir við brúnna yfir Fnjóska á móts við Illugastaði og hún lokuð vegna þessa. Mestu vatnavextir eru í Eyjafjarðará og Fnjóská og er fólk beðið um að fara varlega við árnar,“ segir í tilkynningu.

Fram kemur á heimasíðu Veðurstofu Íslands að fyrirsjáanlegar eru miklar leysingar áfram og víða um land vegna hlýindanna. Því má búast við áframhaldandi hárri vatnsstöðu og miklu rennsli í í ám og lækjum, einkum þar sem hlýtt er og snjór til fjalla. Ferðafólk er hvatt til til þess sérstaklega að sýna aðgát við óbrúaðar ár á hálendinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.