„Þú hlýtur að vera að grínast“ Snorri Másson skrifar 1. júlí 2021 12:22 Kristrún Frostadóttir varaði við aðgerðum Seðlabankans þegar hún var aðalhagfræðingur Kviku banka í fyrra. Vísir Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“ Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“
Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07
Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels