Fótbolti

Líklegast að England vinni EM í fyrsta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Englendingar eiga fjórðungsmöguleika á að verða Evrópumeistarar í fyrsta sinn, að mati Gracenote.
Englendingar eiga fjórðungsmöguleika á að verða Evrópumeistarar í fyrsta sinn, að mati Gracenote. EPA-EFE/Andy Rain

Englendingar eru líklegastir til þess að verða Evrópumeistarar. Um þetta virðast veðbankar og íþróttatölfræðiveitur vera sammála.

Tölfræðiveitan Gracenote telur England sigurstranglegast þrátt fyrir að Belgía og Ítalía séu ofar á styrkleikalista veitunnar. Það er vegna þess að Englendingar mæta lægst skrifaða liðinu, Úkraínu, í 8-liða úrslitunum og í undanúrslitunum og úrslitaleiknum verður svo spilað á Wembley, heimavelli Englands.

Þetta gefur að mati Gracenote Englandi forskot á Belgíu, Ítalíu og Spán. Belgarnir eru næstlíklegastir til að vinna mótið að mati Gracenote en til að komast í úrslitaleikinn þurfa þeir að vinna Ítali annað kvöld og svo sigurliðið úr leik Sviss og Spánar.

England og Belgía, sem mættust í leiknum um bronsið á HM 2018, eiga það sameiginlegt að hafa aldrei unnið EM. Englendingar eiga einn heimsmeistaratitil, frá árinu 1966, en Belgar hafa aldrei unnið stórmót.

Líkurnar á að lði vinni EM.Gracenote

Gracenote metur líkur Englands á að vinna mótið 26,5% og Belgíu 24% en Spánar og Ítalíu 12,5%. Danir koma næstir í röðinni (10%) en ljóst er að það kæmi mjög á óvart ef að Svisslendingar, Tékkar eða Úkraínumenn stæðu uppi sem sigurvegarar eftir tíu daga.

Gracenote hefur einnig tekið saman hvaða úrslitaleikir séu líklegastir miðað við núverandi stöðu og segir að 18,6% líkur séu á að England og Belgía mætist á Wembley 11. júlí.

Líkur  

 Úrslitaleikur

Líkur  

 Úrslitaleikur

18.6%

Belgía – England

5.1%

Belgía – Úkraína

11.8%

Spánn – England

3.5%

Spánn – Tékkland

11.0%

Ítalía – England

3.3%

Ítalía – Tékkland

9.9%

Belgía – Danmörk  

3.3%

Sviss – Danmörk

6.3%

Spánn – Danmörk

3.1%

Ítalía – Úkraína

6.1%

Sviss – England

3.1%

Spánn – Úkraína

5.9%

Ítalía – Danmörk

1.9%

Sviss – Tékkland

5.5%

Belgía – Tékkland

1.6%

Sviss – Úkraína





Fleiri fréttir

Sjá meira


×