Innlent

200 hlauparar munu valsa um flug­braut Reykja­víkur­flug­vallar í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, verður einn þeirra sem mun hlaupa á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.
Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, verður einn þeirra sem mun hlaupa á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Stöð 2

Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt.

Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld.

„Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar.

Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.

„Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“

Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana.

„Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.