Innlent

Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Í Varmahlíð.
Í Varmahlíð. vísir/vilhelm

Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær.

Rýming verður áfram óbreytt í nokkrum húsum í Varmahlíð.

Nefndin ákvað að fella einnig niður lokun á skíðasvæðinu í Tindastóli. Þar féll einnig skriða en ekki er talin hætta á frekari skriðuföllum á svæðinu.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að vinna á vettvangi hafi gert nefndinni kleift að þrengja hættusvæðið í Varmahlíð. Þess vegna hafi verið hægt að aflétta rýmingu í áðurnefndum húsum.

Þá segir einnig að vinna við rannsóknir, hreinsun og uppbyggingu verði haldið áfram næstu daga.


Tengdar fréttir

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×