Innlent

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Á myndinni sést hvernig aurskriðan féll.
Á myndinni sést hvernig aurskriðan féll. Lögreglan á Norðurlandi vestra

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt en líkt og greint hefur verið frá féll aurskriða á og á milli tveggja íbúðarhúsa við Laugaveg í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.