Tindastóll stendur norðan við Sauðárkrók.Vísir/Egill
Í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðið í Tindastóli. Ljóst er að skemmdir hafa orðið á svæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þar segir að skoðun standi yfir á svæðinu og það sé lokað almenningi á meðan ástand þess er metið frekar. Þá biðja Almannavarnir almenning um að virða lokanir.
Almannavarnanefnd fundaði þá í morgun vegna húsa sem rýmd voru í Varmahlíð í gær eftir að aurskriða féll á tvö hús þar. Tekin var ákvörðun um að halda rýmingu óbreyttri meðan unnið er að rannsóknum og skoðun á svæðinu.
Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.