Fótbolti

Óttast ekki að missa Hjulmand

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, er að gera góða hluti með danska liðið og spila flottan fótbolta.
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, er að gera góða hluti með danska liðið og spila flottan fótbolta. vísir/getty

Peter Møller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, óttast ekki að gott gengi Kaspers Hjulmand með danska landsliðinu geri það að verkum að hann finni sér stærra starf innan fótboltans.

Hjulmand hefur náð eftirtektarverðum árangri með danska liðið en Danmörk er komið í átta liða úrslitin á Evrópumótinu. Auk þess hefur liðið einungis tapað fáeinum leikjum með Hjulmand við stýrið.

Þrátt fyrir það er Peter Møller rólegur hvað varðar stöðu Hjulmands.

„Fyrir utan að vera góður þjálfari þá er Kasper Hjulmand einnig góð manneskja með góð gildi og þegar maður vill bæta heilt samband eða lið, þá er mikilvægt að vera með góðar manneskjur,“ sagði Peter.

„Kasper er með góð gildi og ég er viss um að þegar hann hefur skrifað undir samning þá stendur hann við hann.“

Møller bætti einnig við að Hjulmand væri rétt svo byrjaður í danska þjálfarastólnum en Danir spila við Tékka á laugardag í 8-liða úrslitunum á EM.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×