Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 12:14 Kim Jong-un ávarpar forsætisrnefnd Verkamannaflokks Norður-Kóreu, Þar úthúðaði hann hátt settum embættismönnum fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og sinnuleysi í glímunni við faraldurinn. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05
Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent