Foreldrar stjarnanna rifust eftir tap Frakka Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 08:34 Paul Pogba og Adrien Rabiot hafa ef til vill skammast sín fyrir framferði fjölskyldumeðlima á mánudagskvöldið. Getty/Marcio Machado Fjölskyldur Pauls Pogba og Kylians Mbappé fengu að heyra það í stúkunni á leik Frakklands og Sviss í Búkarest á mánudagskvöld, þegar Frakkar féllu úr leik á EM. Móðir liðsfélaga þeirra reifst og skammaðist. Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira