Fótbolti

Svona líta átta liða úrslitin út

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Kane skoraði í dag og er loksins kominn á blað á EM.
Harry Kane skoraði í dag og er loksins kominn á blað á EM. Marc Atkins/Getty

Úkraína varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins 2020 í knattspyrnu karla.

Úkraína hafði betur gegn Svíþjóð í framlengdum leik á Hampden Park í Skotlandi en fyrr í dag höfðu Englendingar tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum.

Átta liða úrslitin hefjast á föstudaginn með tveimur leikjum þar sem Belgía og Ítalía mætast sem og Sviss og Spánn.

Á laugardag eru það svo leikir Englands og Úkraínu sem og leikur Dana og Tékka.

Allir leikirnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM og þeim gerð góð skil, fyrir og eftir leik.

Átta liða úrslitin:

Sviss - Spánn (föstudagur 2. júlí klukkan 16.00 í St. Pétursborg)

Belgía - Ítalía (föstudagur 2. júlí klukkan 19.00 í Munchen)

Tékkland - Danmörk (laugardagur 3. júlí klukkan 16.00 í Bakú)

Úkraína - England (laugardagur 3. júlí klukkan 19.00 í Róm)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×