Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 11:54 Börn fædd eftir 2005 munu þurfa að bíða bólusetningar í bili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira