Bjarni Ben hvatti íþróttafélög til að horfa á ný til Balkanskaga Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 14:00 Luka Modric og félagar kvöddu EM í gær eftir hetjulega baráttu gegn Spánverjum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Hin magnaða íþróttaþjóð sem Króatar eru var til umræðu í þættinum EM í dag á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þingmaðurinn Willum Þór Þórsson voru gestir. Bjarni kallaði eftir því að íslensk íþróttafélög horfðu meira til Balkanskaga eftir leikmönnum. Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira