Fótbolti

Sjáðu snertinguna hans Benzema, þrumu­fleyg Pogba og allar víta­spyrnurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svisslendingar fagna en Mbappe svekktur enda Frakkarnir á heimleið.
Svisslendingar fagna en Mbappe svekktur enda Frakkarnir á heimleið. Daniel Mihailescu/Getty

Sviss er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins 2020 eftir að hafa slegið út ríkjandi heimsmeistara, Frakka, úr leik.

Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Yann Sommer varði síðustu vítaspyrnuna frá Kylian Mbappe.

Ansi mörg falleg tilþrif litu dagsins ljós í þessum stórskemmtilega leik í kvöld og þar á meðal fyrsta mark Karim Benzema.

Hann tók boltann stórkostlega með sér og kom boltanum fram hjá Sommer en það var ekki það eina fallega við leik Frakka í kvöld.

Paul Pogba skoraði einnig glæsilegt mark en öll mörk leiksins í kvöld sem og vítaspyrnukeppnina í lýsingu Kristins Kjærnested má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörk Frakklands og Sviss
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.