Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 19:06 Hermenn stjórnarhers Eþíópíu á ferð nærri Mekelle. AP/Ben Curtis Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu. Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu.
Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira