„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2021 12:16 Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands. VÍSIR Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. Forsaga málsins er sú að Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. „Það er búið að slökkva á stöðvunum. Við höfum sent Kærunefnd útboðsmála beiðni um frestun réttaráhrifa þannig að við getum haldið stöðvunum gangandi fyrir rafbílaeigendur þar til búið er að vinna úr málinu, hvernig sem það verður gert. Kærunefndin sendir þessa beiðni til kæranda, Ísorku og ON og óskar eftir umsögn þeirra, þau hafa frest til 30. júní til að skila umsögnum og eftir það fer kærunefndin yfir þessa beiðni,“ sagði Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Hann býst við því að stöðvarnar verði lokaðar út vikuna. „Vonandi ekki lengur en hugsanlega fram í byrjun næstu.“ Leiðinlegt að staðan bitni á rafbílaeigendum Formaður Rafbílasambands Íslands segir stöðuna hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur. „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu, afhverju að þurfa að slökkva á stöðvunum af því að þessi úrskurður er ekki endanlegur? Hann er alltaf kæranlegur þannig það væri eðlilegast að þetta ætti ekki að bitna á rafbílaeigendum á meðan það væri verið að ljúka þessu máli,“ sagði Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands. Hann skilur þó stöðu borgarinnar enda á hún von á himinháum dagsektum hlíti borgin ekki úrskurðinum. Hann vonast til að aðilar leysi málin sem fyrst. „Það er mjög leiðinlegt að við skyldum vera komin þangað að þetta hafi svona neikvæð áhrif á svona mikinn fjölda fólks þannig eins og ég segi vonandi leysist þetta sem allra fyrst.“ Vistvænir bílar Bílar Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. „Það er búið að slökkva á stöðvunum. Við höfum sent Kærunefnd útboðsmála beiðni um frestun réttaráhrifa þannig að við getum haldið stöðvunum gangandi fyrir rafbílaeigendur þar til búið er að vinna úr málinu, hvernig sem það verður gert. Kærunefndin sendir þessa beiðni til kæranda, Ísorku og ON og óskar eftir umsögn þeirra, þau hafa frest til 30. júní til að skila umsögnum og eftir það fer kærunefndin yfir þessa beiðni,“ sagði Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Hann býst við því að stöðvarnar verði lokaðar út vikuna. „Vonandi ekki lengur en hugsanlega fram í byrjun næstu.“ Leiðinlegt að staðan bitni á rafbílaeigendum Formaður Rafbílasambands Íslands segir stöðuna hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur. „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu, afhverju að þurfa að slökkva á stöðvunum af því að þessi úrskurður er ekki endanlegur? Hann er alltaf kæranlegur þannig það væri eðlilegast að þetta ætti ekki að bitna á rafbílaeigendum á meðan það væri verið að ljúka þessu máli,“ sagði Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands. Hann skilur þó stöðu borgarinnar enda á hún von á himinháum dagsektum hlíti borgin ekki úrskurðinum. Hann vonast til að aðilar leysi málin sem fyrst. „Það er mjög leiðinlegt að við skyldum vera komin þangað að þetta hafi svona neikvæð áhrif á svona mikinn fjölda fólks þannig eins og ég segi vonandi leysist þetta sem allra fyrst.“
Vistvænir bílar Bílar Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32
Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23