Fimm greindust utan sóttkvíar um helgina Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2021 10:59 Rúmlega 6.600 manns hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Alls greindust fimm með kórónuveiruna innanlands utan sóttkvíar á föstudag og laugardag. Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira