„Það er frábært að vera mættur aftur og ná í stigin þrjú. Ég var spenntur yfir því að vera mættur aftur á völlinn, við sýndum karakter að koma til baka og vinna leikinn," sagði Thomas stoltur af liðinu.
Það er langt síðan Thomas Mikkelsen spilaði síðast leik og virtist hann alveg búinn á því undir lok leiks.
„Óskar Hrafn sagði við mig fyrir leik að ég myndi líklegast spila klukkutíma, ég fór síðustu mínúturnar bara á hörkunni og fann á endanum síðustu bensíndropana í líkamanum."
Thomas Mikkelsen var ánægður með karakterinn í liðinu þegar þeir lentu marki undir í síðari hálfleik.
„Það er alltaf mjög gaman að spila þessa grannaslagi og við vorum vel gíraðir fyrir leikinn því er mjög sætt að landa stigunum þremur."
Thomas hlakkaði til næsta leiks sem hann mun mæta frískur í.
„Ég hef verið duglegur að hjóla upp á síðkastið, ég verð dauðþreyttur á morgunn en síðan verð ég klár," sagði Thomas að lokum.