Innlent

Jóhanna sæmd heiðursmerki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
visir-img

Stjórn Samtakanna '78 sæmdi í dag Jóhönnu Sigurðardóttur heiðursmerki fyrir baráttu hennar í þágu réttinda hinsegin fólks. 

Jóhanna var fyrsta opinberlega samkynhneigða kona heims til að verða forsætisráðherra og fyrst kvenna á Íslandi til að gegna embættinu.

Breyting á hjónabandslöggjöfinni var á meðal hennar fyrstu verkefna í ríkisstjórn en Jóhanna og Jónína Leósdóttir gengu í hjónaband á þessum degi, 27. júní, fyrir ellefu árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×