Innlent

Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá eldgosinu á Reykjanesi.
Frá eldgosinu á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur.

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, á annað hundrað manns, hafa leitað að manninum sem varð viðskila við konu sína um miðjan dag frá því í kvöld. Leitar- og sporhundar aðstoða við leitina.

Nú skömmu fyrir klukkan ellefu hafði leitin engan árangur borið. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, sagði Vísi að aðstæður væru lélegar til leitar. Hann reiknar með að leitað verði fram á nótt.


Tengdar fréttir

Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum

Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×