Enski boltinn

Sancho færist nær Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho virðist vera á leið til Englands á ný.
Sancho virðist vera á leið til Englands á ný. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER

Enski landsliðsmaðurinn og leikmaður Dortmund, Jadon Sancho, færist nær félagaskiptum til Manchester United.

United hefur lengi verið á höttunum eftir enska landsliðsmanninum og nú er talið líklegt að hann skipti.

Sky Sports greinir frá því að United sé tilbúið að borga 77 milljónir punda fyrir Sancho ásamt klásúlum.

Kaup og kjör Sancho verða væntanlega afgreidd af forráðamönnum hans á næstu dögum, á meðan hann sjálfur er á EM.

Dortmund hefur sett pressu á United að þeir greiði stóran fjárhæðarins fyrir fram og hafa verið tilbúnir að lækka verðið gangist United við því.

Talið var að verðið á Sancho hafi verið 85 milljónir punda í uppafi sumars en Dormtund hafi verið tilbúnir að lækka það.

Sancho kom í gegnum unglingaakademíu Watford áður en hann gekk í raðir Man. City 2015. Hann flutti sig svo yfir til Dortmund tveimur árum síðar.

Þar hefur hann verið lykilmaður en hann hefur skorað 50 mörk í 137 leikjum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×