Eftirminnilegustu mómentin úr riðlakeppni Evrópumótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 10:00 Dönsku landsliðsmennirnir mynduðu hring í kringum Christian Eriksen á meðan læknarnir voru að lífga Eriksen við eftir hjartastoppið. AP/Martin Meissner Hvað munu menn muna helst eftir úr riðlakeppni EM 2020? Hér eru nokkur atvik eru líklegt til að lifa í minningu fótboltaáhugafólks. Riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu lauk í fyrrakvöld og nú hafa sextán lið tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni en átta lið eru á leiðinni heim. Það gekk mikið á í riðlakeppninni eins og venjan er á stórmótum sem þessum og það var líka boðið upp á mikið af mörkum og marga skemmtilega leiki. Framundan eru eintómir úrslitaleikir með spennu og dramatík en áður en við förum þangað er við hæfi að gera upp leikina 36 í riðlunum. Vísir hefur nú tekið saman eftirminnilegustu mómentin frá riðlakeppninni sem sjá má hér fyrir neðan. Christian Eriksen var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið.AP/Friedemann Vogel Christian Eriksen fékk hjartastopp en var lífgaður við á grasinu Það er alveg ljóst að þessarar Evrópukeppni verður eflaust alltaf minnst fyrir það sem kom fyrir danska knattspyrnumanninn Christian Eriksen sem fékk hjartastopp í lok fyrsta leik Dana á mótinu sem var á móti Finnum. Dönsku læknabræðurnir náðu þá að lífga við Christian Eriksen með hjartahnoði og hjartastuðtæki á grasinu og hann var síðan fluttur með meðvitund á sjúkrahús. Dönsku landsliðsmennirnir voru í sjokki en voru skikkaðir til að klára leikinn seinna um kvöldið þar sem Finnar unnu 1-0 sigur. Allt fór hins vegar vel. Christian Eriksen lét heiminn vita af því að honum liði mun betur og hann heimsótti síðan danska landsliðið áður en riðlakeppninni lauk. Danska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum en tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með 4-1 stórsigri á Rússum í lokaleik sínum. Ronaldo er hér í þann mund að fara að færa kókið, sem hann var ekki hrifinn af. Cristiano Ronaldo, Coca Cola og markamet Þetta var riðlakeppnin hans Cristiano Ronaldo sem skoraði alls fimm mörk í leikjunum þremur og er langmarkahæstur eftir hana. Með þessum fimm mörkum þá varð hann einnig sá sem hefur skorað flest mörk á stórmótum og jafnaði einnig við Íranann Ali Daei á toppnum yfir markahæstu landsliðsmenn sögunnar. Ronaldo var hins vegar ekki aðeins í sviðsljósinu innan vallar því hann hafði risaáhrif á markaðsvirði Coca Cola eftir það sem portúgalska stórstjarnan tók upp á að að gera á einum blaðamannafundinum. Ronaldi fjarlægði þá Coca Cola flöskur af borði sínum og ráðlagði öllum að drekka vatn frekar en kók. Coca Cola er enn aðalstyrktaraðili keppninnar en við þessa yfirlýsingu Ronaldo þá lækkaði heimsmarkaðsvirði Coca Cola um 493 milljarða íslenskra króna. Skoski markvörðurinn David Marshall tókst ekki að verja skot frá miðju.AP/Andy Buchanan „Schick“ mark frá miðju Tékkinn Patrik Schick skoraði geggjað mark frá miðju í 2-0 sigri á Skotum á Hampden Park og þetta mark mun seint gleymast. Schick var fljótur að sjá það að skoski markvörðurinn var kominn of framarlega og lét vaða af 49,7 metra færi. Skotið heppnaðist fullkomlega og datt í markið áður en David Marshall komst aftur í markið sitt. Aldrei áður hafði mark verið skorað af svo löngu færi í úrslitakeppni EM. Það gerði ekki mikið fyrir markvörðinn David Marshall að hann endaði sjálfur í marknetinu eftir frekar vonlausa tilraun til að koma í veg fyrir að skotið færi inn. Þetta var fyrsta stórmót Skota í 23 ár en stóra minningin af þeim frá þessu móti verða örugglega myndirnar af úrræðalausum Marshall að elta þetta stórkostlega skot frá Schick. Martin Dubravka slær boltann í eigið mark.Getty/ David Ramos Hetjan sem varð að skúrk og sjálfsmarkið hans sem sökkti Slóvökum Mistök Martin Dubravka, markvarðar slóvakíska landsliðsins, á móti Spánverjum komu aðeins stuttu eftir að hann hafði hetjulega varið víti Spánverja. Á einhvern stórfurðulega hátt þá sló Dubravka boltann í eigið mark og breyttist á augabragði úr hetju í skúrk. Markið var ekki aðeins afar slysalegt heldur virtist algjörlega brjóta niður slóvakíska liðið sem tapaði leiknum á endanum 5-0. Stórsigur Spánverja þýddi líka að Slóvakarnir voru ekki eitt af þeim fjórum liðum í þriðja sæti sem komust áfram í sextán liða úrslitin. Salvatore Sirigu kemur inn á fyrir Gianluigi Donnarumma í lok leiksins á móti Wales.Getty/Ryan Pierse Fullt hús á fullum hóp hjá þeim ítölsku Ítalir unnu ekki bara alla leiki sína í riðlakeppninni heldur gerðu þeir það án þess að fá á sig mark. Ítalska liðið vann líka alla leiki sína í undankeppninni og hefur ekki tapað leik í að verða þrjú ár undir stjórn Roberto Mancini. Það sem vakti líka athygli var að Mancini vildi að allir í hópnum fengju að spila á mótinu. Hann skipti því varamarkverðinum Salvatore Sirigu inn á fyrir Gianluigi Donnarumma á 89. mínútu í 1-0 sigrinum á Wales. Mancini upplifði það sjálfur að vera á stórmóti (HM 1990) án þess að fá að spila og ætlaði að sjá til þess að allir 26 leikmennirnir í hópnum fengju að spila. Goran Pandev yfirgefur völlinn í síðasta skiptið.AP/Olaf Kraak Goðsögnin fékk heiðursvörð þegar hann gekk af velli í síðasta skiptið Hinn 37 ára gamli Goran Pandev fékk loksins tækifæri til að spila með Norður Makedóníu á stórmóti. Hann komst meira segja á blað á móti Austurríki en Makedónar töpuðu öllum þremur leikjunum sínum og voru úr leik fyrir lokaumferðina. Það var vitað að Goran Pandev væri að kveðja landsliðið og síðasti leikur hans fyrir Norður Makedónu, sá 122. á ferlinum, var á móti Hollandi. Pandev var tekinn af velli á 69. mínútu og þá stóð allur bekkurinn hjá Makedóníumönnum heiðursvörð fyrir hann á meðan allur leikvangurinn klappaði. Ungverjar voru svo grátlega nálægt því að komast áfram.AP/Lukas Barth Dramatíkin á lokasprettinum í Dauðariðlinum Spennan hefur sjaldan verið meiri í lokaumferð í riðlakeppni en í F-riðlinum þar sem Íslandsbanarnir í Ungverjalandi voru enn á lífi fram á síðustu sekúndu þrátt fyrir að vera í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og margföldum meisturum Þjóðverja. Frakkar voru reyndar alltaf öruggir með sætið sitt en hin þrjú liðin skiptust á því að vera á leið heim af EM á meðan mörkunum rigndi inn í leikjum. Evrópumeistarar Portúgals náði því þannig að vera í fyrsta, öðru, þriðja og fjórða sæti riðilsins á meðan leikirnir voru í gangi. Leikirnir enduðu hins vegar báðir með jafntefli og allir risarnir komust áfram á kostnað þeirra ungversku. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu lauk í fyrrakvöld og nú hafa sextán lið tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni en átta lið eru á leiðinni heim. Það gekk mikið á í riðlakeppninni eins og venjan er á stórmótum sem þessum og það var líka boðið upp á mikið af mörkum og marga skemmtilega leiki. Framundan eru eintómir úrslitaleikir með spennu og dramatík en áður en við förum þangað er við hæfi að gera upp leikina 36 í riðlunum. Vísir hefur nú tekið saman eftirminnilegustu mómentin frá riðlakeppninni sem sjá má hér fyrir neðan. Christian Eriksen var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið.AP/Friedemann Vogel Christian Eriksen fékk hjartastopp en var lífgaður við á grasinu Það er alveg ljóst að þessarar Evrópukeppni verður eflaust alltaf minnst fyrir það sem kom fyrir danska knattspyrnumanninn Christian Eriksen sem fékk hjartastopp í lok fyrsta leik Dana á mótinu sem var á móti Finnum. Dönsku læknabræðurnir náðu þá að lífga við Christian Eriksen með hjartahnoði og hjartastuðtæki á grasinu og hann var síðan fluttur með meðvitund á sjúkrahús. Dönsku landsliðsmennirnir voru í sjokki en voru skikkaðir til að klára leikinn seinna um kvöldið þar sem Finnar unnu 1-0 sigur. Allt fór hins vegar vel. Christian Eriksen lét heiminn vita af því að honum liði mun betur og hann heimsótti síðan danska landsliðið áður en riðlakeppninni lauk. Danska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum en tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með 4-1 stórsigri á Rússum í lokaleik sínum. Ronaldo er hér í þann mund að fara að færa kókið, sem hann var ekki hrifinn af. Cristiano Ronaldo, Coca Cola og markamet Þetta var riðlakeppnin hans Cristiano Ronaldo sem skoraði alls fimm mörk í leikjunum þremur og er langmarkahæstur eftir hana. Með þessum fimm mörkum þá varð hann einnig sá sem hefur skorað flest mörk á stórmótum og jafnaði einnig við Íranann Ali Daei á toppnum yfir markahæstu landsliðsmenn sögunnar. Ronaldo var hins vegar ekki aðeins í sviðsljósinu innan vallar því hann hafði risaáhrif á markaðsvirði Coca Cola eftir það sem portúgalska stórstjarnan tók upp á að að gera á einum blaðamannafundinum. Ronaldi fjarlægði þá Coca Cola flöskur af borði sínum og ráðlagði öllum að drekka vatn frekar en kók. Coca Cola er enn aðalstyrktaraðili keppninnar en við þessa yfirlýsingu Ronaldo þá lækkaði heimsmarkaðsvirði Coca Cola um 493 milljarða íslenskra króna. Skoski markvörðurinn David Marshall tókst ekki að verja skot frá miðju.AP/Andy Buchanan „Schick“ mark frá miðju Tékkinn Patrik Schick skoraði geggjað mark frá miðju í 2-0 sigri á Skotum á Hampden Park og þetta mark mun seint gleymast. Schick var fljótur að sjá það að skoski markvörðurinn var kominn of framarlega og lét vaða af 49,7 metra færi. Skotið heppnaðist fullkomlega og datt í markið áður en David Marshall komst aftur í markið sitt. Aldrei áður hafði mark verið skorað af svo löngu færi í úrslitakeppni EM. Það gerði ekki mikið fyrir markvörðinn David Marshall að hann endaði sjálfur í marknetinu eftir frekar vonlausa tilraun til að koma í veg fyrir að skotið færi inn. Þetta var fyrsta stórmót Skota í 23 ár en stóra minningin af þeim frá þessu móti verða örugglega myndirnar af úrræðalausum Marshall að elta þetta stórkostlega skot frá Schick. Martin Dubravka slær boltann í eigið mark.Getty/ David Ramos Hetjan sem varð að skúrk og sjálfsmarkið hans sem sökkti Slóvökum Mistök Martin Dubravka, markvarðar slóvakíska landsliðsins, á móti Spánverjum komu aðeins stuttu eftir að hann hafði hetjulega varið víti Spánverja. Á einhvern stórfurðulega hátt þá sló Dubravka boltann í eigið mark og breyttist á augabragði úr hetju í skúrk. Markið var ekki aðeins afar slysalegt heldur virtist algjörlega brjóta niður slóvakíska liðið sem tapaði leiknum á endanum 5-0. Stórsigur Spánverja þýddi líka að Slóvakarnir voru ekki eitt af þeim fjórum liðum í þriðja sæti sem komust áfram í sextán liða úrslitin. Salvatore Sirigu kemur inn á fyrir Gianluigi Donnarumma í lok leiksins á móti Wales.Getty/Ryan Pierse Fullt hús á fullum hóp hjá þeim ítölsku Ítalir unnu ekki bara alla leiki sína í riðlakeppninni heldur gerðu þeir það án þess að fá á sig mark. Ítalska liðið vann líka alla leiki sína í undankeppninni og hefur ekki tapað leik í að verða þrjú ár undir stjórn Roberto Mancini. Það sem vakti líka athygli var að Mancini vildi að allir í hópnum fengju að spila á mótinu. Hann skipti því varamarkverðinum Salvatore Sirigu inn á fyrir Gianluigi Donnarumma á 89. mínútu í 1-0 sigrinum á Wales. Mancini upplifði það sjálfur að vera á stórmóti (HM 1990) án þess að fá að spila og ætlaði að sjá til þess að allir 26 leikmennirnir í hópnum fengju að spila. Goran Pandev yfirgefur völlinn í síðasta skiptið.AP/Olaf Kraak Goðsögnin fékk heiðursvörð þegar hann gekk af velli í síðasta skiptið Hinn 37 ára gamli Goran Pandev fékk loksins tækifæri til að spila með Norður Makedóníu á stórmóti. Hann komst meira segja á blað á móti Austurríki en Makedónar töpuðu öllum þremur leikjunum sínum og voru úr leik fyrir lokaumferðina. Það var vitað að Goran Pandev væri að kveðja landsliðið og síðasti leikur hans fyrir Norður Makedónu, sá 122. á ferlinum, var á móti Hollandi. Pandev var tekinn af velli á 69. mínútu og þá stóð allur bekkurinn hjá Makedóníumönnum heiðursvörð fyrir hann á meðan allur leikvangurinn klappaði. Ungverjar voru svo grátlega nálægt því að komast áfram.AP/Lukas Barth Dramatíkin á lokasprettinum í Dauðariðlinum Spennan hefur sjaldan verið meiri í lokaumferð í riðlakeppni en í F-riðlinum þar sem Íslandsbanarnir í Ungverjalandi voru enn á lífi fram á síðustu sekúndu þrátt fyrir að vera í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og margföldum meisturum Þjóðverja. Frakkar voru reyndar alltaf öruggir með sætið sitt en hin þrjú liðin skiptust á því að vera á leið heim af EM á meðan mörkunum rigndi inn í leikjum. Evrópumeistarar Portúgals náði því þannig að vera í fyrsta, öðru, þriðja og fjórða sæti riðilsins á meðan leikirnir voru í gangi. Leikirnir enduðu hins vegar báðir með jafntefli og allir risarnir komust áfram á kostnað þeirra ungversku. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira