Segir Klopp hafa dregið úr rígnum og sent broskall Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 08:30 Jordan Henderson í pílukasti eftir að hafa setið fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Getty/Carl Recine Fornir fjendur mætast á Wembley á þriðjudagskvöld þegar England og Þýskaland eigast við á EM. Jordan Henderson segir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp hafa dregið úr rígnum á milli þjóðanna. England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira