Segir Klopp hafa dregið úr rígnum og sent broskall Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 08:30 Jordan Henderson í pílukasti eftir að hafa setið fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Getty/Carl Recine Fornir fjendur mætast á Wembley á þriðjudagskvöld þegar England og Þýskaland eigast við á EM. Jordan Henderson segir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp hafa dregið úr rígnum á milli þjóðanna. England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira